Um okkur

Rafós er gamalgróið fyrirtæki í rafiðnaði staðsett á Akureyri. Í maí 2024 skipti fyrirtækið um eigendur og er nú rekið af Aðalsteini Tryggvasyni og Brynjari Geir Ægissyni.
 
Aðalsteinn er Norður Þingeyingur og rafvirki að mennt með sveinspróf í rafvirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað hjá Rafós um árabil og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af viðgerðum og uppsetningu á rafbúnaði.
 
Brynjar er Austur-Húnvetningur með sveinspróf í rafvirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Auk þess er hann rafvirkjameistari og iðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði áður hjá Rafeyri og hefur mikla reynslu og þekkingu á allri almennri rafvirkjun.
 
Rafós tekur að sér alla rafvirkjavinnu hvort sem það eru nýlagnir í íbúðarhúsnæði eða breytingar á raflögnum. Einkennisorð okkar eru: Ekkert verk er of lítið eða of stórt. 
 
Við höfum mikla reynslu af uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, uppsetningu hitastrengja fyrir þakrennur, ídrætti og tengingu raflagna og bilanaleit í rafkerfum húsa og báta. Þá höfum við verið að vinna rafmagnsverk í ferðabílum og -vögnum, meðal annars með uppsetningu á sólarsellum.
 
Hafðu samband við okkur í síma 519-1800 ef þú ert í einhverjum hugleiðingum varðandi rafmagnsvinnu og við skoðum það með þér.
 
Á starfsstöð okkar að Goðanesi 16 rekum við fullbúið verkstæði til viðgerða á heimilistækjum og hvers kyns raftækjum. Við sjáum um ábyrgðarviðgerðir heimilistækja fyrir alla söluaðila og einnig viðgerðir fyrir almenning. 
 
Starfsmenn okkar eru sérfróðir um allt sem upp kann að koma í heimilistækjum og geta leyst flest slík vandræði.
 
Í Goðanesi rekur Rafós einnig heimilistækjaverslun þar sem finna má úrval af vörum frá Smith & Norland, til að mynda vörumerki á borð við Siemens og Bosch. Komdu við hjá okkur og við aðstoðum þig við að finna réttu heimilistækin fyrir þig.
 
Útibú Ámunnar finnur þú einnig hjá okkur. Áman er stærsta og elsta víngerðarverslun landsins og hjá okkur má skoða og fá ráðgjöf um vöruúrval Ámunnar.
 
Rafós hefur um árabil þjónustað orlofsíbúðir stéttarfélaga og einstaklinga. Þar sinnum við allri almennri raflagnavinnu og heimilistækjaviðgerðum auk þess sem við sjáum um sölu og útskipti þegar tæki eru óviðgerðarhæf.
 
Neyðarsími Rafóss er 777-1800 þar sinnum við bakvaktaþjónustu sem er opin utan almenns opnunartíma.
Scroll to Top