Við hjá Rafós höfum margra áratuga reynslu af almennum raftækjaviðgerðum og starfar hjá okkur fjölbreyttur hópur rafvirkja með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu í viðgerðum jafnt sem í uppsetningu á alls kyns rafbúnaði.
Í starfsemi okkar leggjum áherslu á að bjóða upp á persónulega þjónustu og sérsniðnar lausnir sem mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Traust og fagmennska eru grunngildi okkar hjá Rafós.
Smith & Norland er þekkt fyrir að framleiða hágæða heimilistæki ásamt margvíslegum sérhæfðum búnaði, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Samstarfsaðilar þeirra eru meðal annars Siemens, BSH, Voith Hydro, Smiths Detection, Rittal, OBO Bettermann, Kathrein, Hensel, SSS Siedle, Nexans og Fagerhult.
Rafós er stoltur umboðsaðili Smith & Norland á Akureyri og veitir viðskiptavinum sínum aðgang að þeirra vörum. Við tryggjum að viðskiptavinir okkar fái sérfræðiráðgjöf, uppsetningu og viðhald á Smith & Norland vörum.